Bifogade filer
Prenumeration
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Large Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Viðbótareiginfjárkrafa Arion banka undir stoð II (e. Pillar II) er 1,9% frá og með 30. júní 2025 sem er hækkun sem nemur 0,1 prósentustigi frá fyrra ári.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP) og með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meðhöndlar þá í starfseminni, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem metin eru kerfislega mikilvæg fer slíkt mat fram árlega.
Niðurstaða fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mati á áhættuþáttum í starfsemi Arion banka er að Arion banki hf. skuli frá og með 30. júní 2025 viðhalda viðbótarkröfu um eiginfjárgrunn sem nemur 1,9% af áhættugrunni, sem er hækkun sem nemur 0,1 prósentustigi frá fyrra ári.
Heildareiginfjárkrafa Arion banka, að teknu tilliti til samanlagðrar kröfu um eiginfjárauka, hækkar sem því nemur og verður því 19,7%.