Fredag 18 April | 23:11:27 Europe / Stockholm

Prenumeration

Kalender

Est. tid*
2025-10-29 17:20 Kvartalsrapport 2025-Q3
2025-07-30 17:20 Kvartalsrapport 2025-Q2
2025-05-07 17:20 Kvartalsrapport 2025-Q1
2025-03-13 - X-dag ordinarie utdelning ARION 11.50 ISK
2025-03-12 - Årsstämma
2025-02-12 - Bokslutskommuniké 2024
2024-10-30 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-07-25 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-04-30 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-14 - X-dag ordinarie utdelning ARION 9.00 ISK
2024-03-13 - Årsstämma
2024-02-07 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-26 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-07-26 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-04 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 - X-dag ordinarie utdelning ARION 8.50 ISK
2023-03-15 - Årsstämma
2023-02-08 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-26 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-07-27 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-04 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 15.00 ISK
2022-03-16 - Årsstämma
2022-02-09 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-27 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-07-28 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-05 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-17 - X-dag ordinarie utdelning ARION 1.74 ISK
2021-03-16 - Årsstämma
2021-02-10 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-28 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-07-29 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-15 - X-dag ordinarie utdelning ARION 0.00 ISK
2020-05-14 - Årsstämma
2020-05-06 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-02-12 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-09 - Årsstämma
2019-08-08 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-08 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 - X-dag ordinarie utdelning ARION 5.00 ISK
2019-02-13 - Bokslutskommuniké 2018
2018-10-31 - Kvartalsrapport 2018-Q3
2018-08-01 - Kvartalsrapport 2018-Q2

Beskrivning

LandIsland
ListaLarge Cap Stockholm
SektorFinans
IndustriBank
Arion Bank bedriver bankverksamhet. Banken erbjuder finansiella tjänster inriktade mot lån, sparande och pension. Olika tjänster inkluderart traditionell kapitalförvaltning, lånefinansiering, samt fakturerings – och valutatjänster. En stor del av tjänsterna nås via internetbanken, där kunderna återfinns både bland privat- och företagskunder på den isländska marknaden. Huvudkontoret ligger i Reykjavik.
2025-04-11 19:50:00

Arion banki hefur gert samninga við Landsbankann hf. og Fossa fjárfestingarbanka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Arion banka sem skráð eru á aðalmarkað Nasdaq Iceland með auðkennið ARION.

Tilgangur samninganna er að auka viðskipti með hlutabréf Arion banka á Nasdaq Iceland, með það að markmiði að bæta seljanleika hlutabréfanna og tryggja skilvirka og gagnsæja verðmyndun.

Landsbankinn hf. skuldbindur sig sem viðskiptavaki til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf Arion banka að lágmarki 15.000.000 kr. að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er nettó 45.000.000 kr. að markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Sé hámarksmagni dagsins náð, fellur niður skylda viðskiptavakans til að setja fram tilboð á þeirri hlið sem fyllt hefur verið, þar til gengið hefur verið á tilboð viðskiptavakans á mótlægri hlið og nettó viðskiptamagn er aftur komið undir daglegt hámark. Magnvegið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti á verði hlutabréfa Arion banka. Sé birt 10 daga flökt minna en 30% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 1,5% en sé birt 10 daga flökt jafnt eða hærra en 30% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 3%.

Fossar fjárfestingarbanki hf. („Fossar“) skuldbindur sig sem viðskiptavaki til að leggja fram daglega kaup- og sölutilboð í hlutabréf Arion banka á Nasdaq Iceland áður en markaðurinn er opnaður. Tilboðin skulu gilda innan dagsins.  Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 87.500 kr. að nafnvirði á gengi sem Fossar ákveður en þó ekki með meira en 3,0% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Ef gengið er að tilboði Fossa skal félagið leggja fram nýtt tilboð innan 10 mínútna. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Nasdaq Iceland eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Þó skal Fossum vera heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð með lægra verðbili en að framan greinir við sérstakar aðstæður, t.d. í tengslum við breytingar á verðskrefatöflu Nasdaq Iceland. Eigi Fossar viðskipti með bréf Arion banka samkvæmt samningnum fyrir 525.000 kr. að nafnvirði eða meira innan dags, falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Samningarnir um viðskiptavakt eru ótímabundnir og gilda frá og með lok dags 11. apríl 2025. Samningsaðilum er heimilt að segja þeim upp með 14 daga fyrirvara eða eftir samkomulagi hverju sinni.

Samhliða tilkynnir Arion banki um að bankinn hafi sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Arion banka. Uppsögnin tekur gildi í lok dags 11. apríl 2025.