Lördag 12 April | 11:10:52 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2023-11-07 - Split KALD 10:1
2021-03-31 - Årsstämma
2021-03-19 - Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2025-03-07 16:30:28

Ársreikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins 7. mars 2024

Afkoma Kaldalóns sú besta frá upphafi

  • Hagnaður er 4.311 m.kr. fyrir skatta
  • Arðsemi eiginfjár er 14% á ársgrundvelli
  • Fjárfestingareignir félagsins aukast um 27% milli ára
  • Rekstrarhagnaður eykst um 43% en leigutekjur um 40% milli ára
  • Rekstrarhagnaðarhlutfall er 79%
  • Handbært fé frá rekstri rúmlega tvöfaldast milli ára

Fjárfestingar og fjármögnun

  • Fjárfest fyrir 11,6 milljarða króna á árinu
  • Útgáfa á skráðum skuldabréfum fyrir 9 milljarða króna á árinu
  • Umgjörð um græna fjármögnun félagsins kláruð á árinu
  • Í árslok voru 81% vaxtaberandi skulda hluti af almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins, þrír fjórðu hlutar skulda voru verðtryggðar og ríflega 60% skulda er heimilt að greiða upp án kvaða

 
2024 2023
Rekstrartekjur 4.508 3.227
Tekjuvegið útleiguhlutfall afhentra eigna 97,1% 98,6%
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu    3.548 2.487
Rekstrarhagnaðarhlutfall   79% 79%
Matsbreyting á tímabilinu    3.991 3.791
Heildarhagnaður fyrir skatta 4.311 3.970
Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli 14,0% 15,2%
Handbært fé í lok tímabils    1.727 1.830

 

 

 

 
2024 2023
Fjárfestingareignir/fasteignir    73.444 57.585
Heildareignir    75.823 60.666
Vaxtaberandi skuldir    42.117 29.960
Eigið fé    25.938 23.207
Veðsetningarhlutfall    57,3% 52%
Eiginfjárhlutfall    34,2% 38,3%

Allar fjárhæðir í milljónum nema annað sé tekið fram

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri

“Rekstur og uppbygging félagsins er í samræmi við stefnu og áætlanir sem kynntar hafa verið fjárfestum undanfarin ár.  Tekjuvöxtur nam 40% milli ára, eða um 33% umfram verðlag. Rekstrartekjur hækka hlutfallslega meira en rekstrarkostnaður. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu hækkar um 43% milli ára þrátt fyrir kostnað sem féll til vegna viðskipta sem ekki varð af á fyrri hluta árs.

Kaldalón er með er með sterkt verðtryggt tekjustreymi og er tekjuvegin meðallengd leigusamninga um 10 ár.

Kaldalón fjárfesti 11,6 milljörðum í uppbyggingu eigna á árinu, nýjum eignum og eignasöfnum í samræmi við stefnu. Tekjuaukning félagsins á árinu 2024, kemur til vegna fjárfestinga fyrra árs sem eru nú tekjuberandi allt árið. Að sama skapi eru fjárfestingar ársins 2024 helstar á síðasta fjórðungi ársins, og verða því tekjuberandi árið 2025.

Kaldalón leggur höfuðáherslu á arðsemi og hagkvæmni í sinni starfsemi. Allar fjárfestingar ársins eru í samræmi við þær áherslur og endurspeglar það markmið að nýta sem best þá fjármuni sem hluthafar og lánveitendur treysta félaginu fyrir.  Á fyrri hluta ársins var augljóst ójafnvægi verðlagningar atvinnueigna á almennum markaði og skráðum fasteignafélögum. Það reyndist því erfitt að fjárfesta í fasteignum í samræmi við arðsemisvæntingar hluthafa, og því er ánægjulegt að ná vaxtarmarkmiðum.  Stjórnendur Kaldalóns meta nú markaðsaðstæður betri og tækifæri til að gera viðskipti sem eru arðbær til langs tíma.  

Kaldalón er ungt félag og er eitt af meginmarkmiðum þess er að vera reglulegur og þekktur útgefandi á skuldabréfamarkaði. Á árinu gaf félagið út tvo verðtryggða skuldabréfaflokka auk víxla. Samhliða aukinni markaðsfjármögnunar nýtir félagið bankafjármögnun til skuldastýringar og fjármögnunar. Svo verður áfram. Á skuldahlið efnahagsreiknings félagsins eru umtalsverð tækifæri til endurfjármögnunar. Vaxtakostnaður félagsins væri tæpum þriðjungi lægri ef allar uppgreiðanlegar skuldir félagsins væru á meðalfjármögnunarkjörum markaðsskuldabréfa þess, eða sem nemur um 800 m.kr. á ársgrundvelli.

Eftirspurn eftir leiguhúsnæði félagsins er sterk. Kaldalón hafði nær ekkert rými laust til leigu í lok árs 2024. Félagið stóð því að uppbyggingu þriggja húsa á árinu sem geta hýst vöruhúsnæði, iðnað eða þjónustustarfsemi. Uppbygging gekk vel og voru eignirnar afhentar á seinni hluta ársins 2024. Útleiga þeirra hefur gengið vel og hefur félagið fjárfest í fleiri lóðum til uppbyggingar fyrir viðskiptavini sína.

Árangur og afkoma ársins er góð. Vaxtaumhverfi undanfarinna ára hefur óneitanlega sett mark sitt á starfsumhverfi félagsins.  Ég tel langtímahorfur Kaldalóns góðar.  Við munum því halda áfram að vinna eftir stefnumörkun félagsins og mæta þörfum íslensks atvinnulífs með stækkandi eignasafni. “

Sjálfbærni

Félagið gefur í fyrsta skipti út umhverfisskýrslu  og umhverfisbókhald auk þess sem ófjárhagslegar upplýsingar eru hluti af ársreikning félagsins. Árs- og sjálfbærniskýrsla verður gefin út fyrir aðalfund félagsins. Gagnaöflun síðustu ára verður hluti af markmiðasetningu félagsins í umhverfismálum. Félagið lauk tvöfaldri mikilvægisgreiningu á árinu og undirbýr skýrslugjöf á grundvelli hennar fyrir árið 2025.

Félagið gaf út umgjörð um græna fjármögnun á árinu og tvær fasteignir hlutu umhverfisvottun. Haldið verður áfram á sömu braut á árinu 2025.  

Ársreikningur 2024

Skýrsla stjórnar og forstjóra félagsins er að finna í ársreikningi félagsins. Ársreikningur er gerður í samræmi við reikningsskilastaðla (IFRS).

Horfur ársins 2025

Horfur í rekstri félagsins fyrir árið 2025 eru góðar. Félagið gerir ráð fyrir að rekstrartekjur verði á bilinu 5.350 – 5.550 m.kr. og rekstrarhagnaður ársins nemi 4.200 – 4.350 m.kr. Sú spá gerir ráð fyrir 3,5% hækkun verðlags milli ára og sambærilegu nýtingarhlutfalli.

Í ofangreindri spá er ekki gert ráð fyrir tekjum af nýjum fjárfestingum á árinu 2025, slíkar fyrirhugaðar fjárfestingar koma því til viðbótar.

Kynning á árshlutauppgjöri

Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 7. mars kl. 16:00 á Grand Hótel, Sigtúni 28. Á fundinum verður farið yfir starfsemina á tímabilinu, ársuppgjör og framtíðarhorfur.

Hægt er nálgast ársreikninginn og fjárfestakynningu á kaldalon.is/fjarfestar.

Ársskýrsla verður gefin út fyrir aðalfund félagsins þann 3. apríl n.k.

Frekari upplýsingar

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri, [email protected]

www.kaldalon.is