Fredag 4 April | 20:51:27 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2023-11-07 - Split KALD 10:1
2021-03-31 - Årsstämma
2021-03-19 - Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2025-04-03 20:37:31

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir aðalfund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík, þann 3. apríl 2025 kl. 16:00.

Ársreikningur félagsins 2024 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu

Ársreikningur félagsins 2024 var lagður fram til staðfestingar og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrarársins 2024.

Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar

Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fimm einstaklingum í stjórn og tveimur í varastjórn Kaldalóns hf. og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin.

Í stjórn félagsins voru kjörin Álfheiður Ágústsdóttir, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, Haukur Guðmundsson, Haukur Hafsteinsson og Pálína María Gunnlaugsdóttir og í varastjórn Gunnar Henrik B. Gunnarsson og Hildur Leifsdóttir. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórn skipti með sér verkum og var Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason skipaður stjórnarformaður og Haukur Guðmundsson varaformaður.

Kjör endurskoðanda félagsins

Samþykkt var samhljóða að endurskoðendafélagið PricewaterhouseCoopers ehf. verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda

Samþykkt var samhljóða að þóknun til stjórnarmanna verði kr. 350.000 á mánuði, þóknun stjórnarformanns verði tvöföld þóknun stjórnarmanna, þóknun varaformanns verði ein og hálf þóknun stjórnarmanna og að þóknun til varamanna í stjórn verði kr. 100.000 fyrir hvern fund sem þeir sitja.

Var einnig samþykkt samhljóða að þóknun til stjórnarmanna í endurskoðunarnefnd verði 50.000 kr. á mánuði og þóknun formanns nefndarinnar verði kr. 100.000 á mánuði.

Þá var samþykkt samhljóða að þóknun til stjórnarmanna í tilnefningarnefnd verði kr. 750.000 á starfsárinu og þóknun formanns nefndarinnar kr. 1.000.000 á starfsárinu. Einnig var samþykkt að komi til þess að stjórnarkjör verði haldið á milli aðalfunda er forstjóra heimilt að greiða nefndarmönnum viðbótarþóknun í samræmi umfang viðbótarvinnu.

Samþykkt var samhljóða að stjórnarmenn í starfskjaranefnd fái ekki greitt sérstaklega fyrir að sitja í nefndinni og að ekki verði greitt sérstaklega fyrir formennsku.

Starfskjarastefna félagsins

Starfskjarastefna félagsins, sem er óbreytt frá starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi 2023, var samþykkt samhljóða.

Kosning tilnefningarnefndar

Ásgeir Sigurður Ágústsson, Margrét Sveinsdóttir og Unnur Lilja Hermannsdóttir voru sjálfkjörin í tilnefningarnefnd.

Utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd

Harpa Vífilsdóttir var kjörin sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd.

Tillaga um lækkun hlutafjár með niðurfellingu eigin hluta og samsvarandi breyting á samþykktum félagsins

Samþykkt var samhljóða að lækka hlutafé félagsins um kr.  337.501.390 eða 33.750.139 hluti þar sem hver hlutur er að nafnvirði tíu (10) krónur. Lækkunin verður framkvæmd með niðurfellingu eigin hluta félagsins að framangreindri fjárhæð og var einnig samþykkt breyting á grein 2.1 í samþykktum Kaldalóns, sem leiðir af ákvörðun um lækkun hlutafjár og verður svohljóðandi:

„Hlutafé félagsins er kr. 10.858.183.440. Hlutaféð skiptist í 1.085.818.344 hluti, hver að nafnvirði tíu (10) krónur eða margfeldi þeirrar fjárhæðar, sem hluthafar eiga í félaginu á hverjum tíma. Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár.

The share capital of the Company amounts to ISK 10,858,183,440. The share capital is divided into 1,085,818,344 shares of ISK ten (10) in nominal value or multiples of the amount owned by shareholders in the company at any given time. The company's share capital belongs to a single class of shares.“


Starfsreglur tilnefningarnefndar

Starfreglur tilnefningarnefndar voru samþykktar samhljóða.

Atkvæðagreiðsla um fyrirliggjandi tillögu um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd

Harpa Vífilsdóttir var kjörin sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd félagsins.