Lördag 12 April | 11:17:22 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2023-11-07 - Split KALD 10:1
2021-03-31 - Årsstämma
2021-03-19 - Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2025-01-09 12:07:59

Tilnefningarnefnd Kaldalóns gegnir ráðgefandi hlutverki við val á stjórn félagsins og tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu. Nánari upplýsingar um hlutverk tilnefningarnefndar og starfsreglur hennar má finna á vef Kaldalóns.

Tilnefningarnefnd Kaldalóns óskar eftir tillögum að stjórnarmönnum eða tilkynningum um framboð til stjórnarsetu fyrir fyrirhugaðan aðalfund félagsins þann 3. apríl næstkomandi. Óskað er eftir því að framangreindar upplýsingar verði sendar á netfang nefndarinnar, [email protected], fyrir kl. 16:00 þann 31. janúar 2025. Framboðum þurfa að fylgja upplýsingar á framboðseyðublaði sem má finna á vef Kaldalóns.

Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum innan þess frests sem hlutafélagalög tilgreina, fimm dögum fyrir aðalfund. Tilnefningarnefnd ábyrgist þó ekki að nefndin leggi mat á framboð sem berast eftir 31. janúar 2025. Tillögur tilnefningarnefndar og önnur framboð til stjórnarsetu verða kynnt samhliða fundarboði aðalfundar.

Hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við nefndina í aðdraganda aðalfundar 2025 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en 28. janúar 2025.