Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Reitir hafa endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland.
Samningurinn kveður á um að Arion skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn er opnaður. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Arion tekið eða verði það fellt niður af hálfu Arion skal Arion setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu eða þau felld niður af hálfu Arion.
Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki í 200.000 hluti að nafnvirði á gengi sem Arion ákveður. Tilboðin verða lögð fram í tveimur hlutum. Annars vegar að minnsta kosti 10.000 hlutir með verðbili að hámarki 1,5% og hins vegar að lágmarki 190.000 hlutir með verðbili sem skal vera sem næst 1,5%, en ekki lægra en 1,45%. Báðir hlutarnir verða ákveðnir með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar. Arion er þó heimilt að setja fram tilboð með lægra verðbili í A og B hluta ef sérstakar aðstæður skapast vegna verðskrefatöflunnar. Eigi Arion viðskipti með bréf félagsins samkvæmt samningnum fyrir 75.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira innan dags, falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.
Samningurinn er ótímabundinn og kemur til framkvæmda frá og með 21. mars 2025. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669-4416 eða á netfangið [email protected].