Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00.
Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins hér.
Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi:
1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár
Aðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024.
2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári
Tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár í félaginu vegna rekstrarársins 2024, eða um 1.533 milljónir kr., var samþykkt. Arðgreiðsludagur verður þann 30. apríl 2025, 3. apríl 2025 er arðleysisdagur og 4. apríl 2025 verður arðsviðmiðunardagur.
Jafnframt var tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 1,50 fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár til hluthafa í lok september 2025 samþykkt. Arðgreiðsludagur verður 30. september 2025, arðleysisdagur verður 22. september 2025, og arðsviðmiðunardagur 23. september 2025.
3. Heimild til kaupa á eigin bréfum
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um heimild til kaupa á allt að 10% af eigin bréfum.
4. Tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum
Tillaga um lækkun hlutafjár úr 711.550.000 kr. í 697.000.000 og tilheyrandi breyting á 4. gr. samþykkta félagsins var samþykkt.
5. Tillaga um breytingu á stefnu um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um breytingu á stefnu félagsins um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa.
6. Tillaga um breytingu á samþykktum
Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins.
7. Tillaga um breytingar á starfskjarastefnu félagsins
Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um breytingar á starfskjarastefnu félagsins.
8. Skipun nefndarmanna í tilnefningarnefnd
Aðalfundur staðfesti skipun Auðar Þórisdóttur, Berglindar Óskar Guðmundsdóttur og Hilmars G. Hjaltasonar í tilnefningarnefnd félagsins.
9. Kosning utanaðkomandi nefndarmanns í endurskoðunarnefnd
Aðalfundur kaus Helgu Harðardóttur, endurskoðanda, sem utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.
10. Kjör stjórnarmanna félagsins
Eftirtaldir aðilar hlutu kjör í stjórn félagsins:
Anna Kristín Pálsdóttir, Elín Árnadóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Kristinn Albertsson og Þórarinn V. Þórarinsson.
11. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
Aðalfundur kaus Deloitte ehf. sem endurskoðunarfélag félagsins.
12. Ákvörðun um laun stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir komandi starfsár
Aðalfundur félagsins samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun fyrir komandi starfsár skuli vera 440.000 kr. fyrir stjórnarmenn en laun stjórnarformanns verði tvöföld stjórnarlaun. Þóknun til formanns endurskoðunarnefndar verður 180.000 kr. á mánuði og til annarra nefndarmanna 110.000 kr. á mánuði. Þóknun til nefndarmanna í starfskjaranefnd verður 60.000 kr. á mánuði og til formanns nefndarinnar 100.000 kr. á mánuði. Fyrir störf í tilnefningarnefnd fær hvor nefndarmaður greiddar 900.000 kr. fyrir starfsárið, en formaður nefndarinnar fær greiddar 1.350.000 kr. fyrir starfsárið. Greiðslur til endurskoðenda félagsins skulu vera samkvæmt reikningi.
13 . Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 16:20.